Um LMSR


UM LÖGMANNSSTOFU REYKJANESS – REYKJANES LEGAL

LMSR var stofnuð í júní 2013 af héraðsdómslögmanninum Jóhannesi Kristbjörnssyni sem er Suðurnesjamaður í húð og hár. Jóhannes er fjölmörgum Suðurnesjamönnum kunnugur, bæði sem lögreglumaður og körfuknattleiksmaður en hann starfaði innan lögreglunnar í hartnær fimmtán ár og lék körfuknattleik með Njarðvík og Grindavík í úrvalsdeild og Reyni Sandgerði í 1. deild.

Sem lögreglumaður og íþróttamaður kynntist hann flestum hliðum mannlífsins og í því starfi fann hann fyrir þörf til að bæta kunnáttu sína á regluverki landsins, lögum og reglum almennt en einnig á stjórnsýslu þess. Ekki virtist nægilegt að þekkja lagagreinarnar sem starfið kallaði að væru notaðar til að grundvallar rannsóknum á meintum brotum heldur var nauðsynlegt að þekkja til stjórnsýslureglna og stjórnsýsluhefða auk þess að rýna í undirbúningsgögn lagasetningarinnar sjálfrar, umfjöllunar alþingis um lagasetninguna og markmiðanna sem stefnt var að með henni, sambærilegra eldri lagaákvæða, og túlkunar dómstóla á lagaákvæðunum. Þá skipti máli hvort um hegningarlög eða „annars konar lög“ var að ræða. Fór svo að Jóhannes taldi slíkt flækjustig verða til að flestir þeir sem að málum komu, þ.e. lögreglumenn, brotaþolar og ætlaðir brotamenn skyldu ekki nægilega vel hverjar skyldur þeirra væru, réttindi þeirra eða afleiðingar gjörða þeirra.

Að því kom að hann söðlaði um og hóf laganám við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2007 og lauk því með meistaragráðu í lögfræði 2012. Héraðsdómslögmaður varð hann í maí 2013 að lokinni prófraun hjá Lögmannafélagi Íslands.

LMSR hyggst þjóna landsmönnum öllum en sérstaklega Suðurnesjamönnum en starfsemin verður fyrst og fremst byggð upp í heimabyggð. Er það von stofnanda að úr verði öflug lögfræðistofa með breiðum hóp menntaðra Suðurnesjamanna sem styrki nærsamfélagið með vönduðum starfsháttum og markvissri fræðslu um réttindi og skyldur, kima og króka stjórnsýslu landsins.

Fólkið að baki LMSR:

Jóhannes Albert Kristbjörnsson

Jóhannes Albert Kristbjörnsson

Úlfar Guðmundsson