Sakamálaréttarfar


Allir eiga rétt á réttlátri málsmeðferð, hvort heldur hjá stjórnvöldum eða fyrir dómstólum. Það á ekki aðeins við um þá sem sakaðir eru um brot á hegningarlögum eða sérrefsilögum heldur nær það einnig til þeirra sem verða þolendur afbrota. Þolendur verða einnig að fá viðunandi úrlausn sinna mála.

Í 18. gr. laga um lögmenn segir „Lögmönnum ber í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna.

Lögmannsstofa Reykjaness býr að umtalsverði reynslu á sviði reksturs sakamála og mun kappkosta við að veita bæði þeim sem sakaðir eru um afbrot og þeim sem verða þolendur afbrota upp á vandaða þjónustu á þessu sviði.

Í fáum málaflokkum er trúnaður jafn mikilvægur skjólstæðingum lögmanna og í sakamálum. LMSR heldur í heiðri trúnaðarskyldu lögmanna í öllum sínum málum en sérstaklega í sakamálum enda oft um að ræða mjög viðkvæmar persónulegar upplýsingar. Trúnaður starfsmanna LMSR gagnvart skjólstæðingum þeirra verður aldrei brotinn.

Í 17. gr. siðareglna lögmanna (Codex Ethicus) segir „Lögmaður skal aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem beint er að honum sjálfum, eða skýlauss lagaboðs, láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar, sem lögmaður hefur fengið í starfi um skjólstæðing sinn eða fyrrverandi skjólstæðing.