Fjölskyldu- og erfðaréttur


Sambúð, hjónaband, sameiginlegur fjárhagur, séreignir og sameignir, barneignir og barnavernd, eigna- og skuldasöfnun, sambúðarslit og hjónaskilnaðir, fjárhags-, forsjár- og umgengniságreiningur, erfðaskrár og erfðir eru eða verða hluti af lífi flestra fullorðinna einstaklinga.

Þegar vandamál koma upp í samböndum fólks eða vandi steðjar að í fjármálum er gott að geta þegið ráðgjöf hjá lögmanni um leikreglurnar sem um þessi réttarsvið varðar, réttindi og skyldur, persónulegar ábyrgðir og samábyrgð hjóna og sambúðarfólks.

Lögmannsstofa Reykjaness leggur mikla áherslu á vandaða þjónustu í þessum málaflokki. Hvort heldur viðskiptavinir vilja gera ráðstafanir fyrir hjónaband, á meðan á því stendur eða þegar upp úr sambandinu slitnar þá er LMSR tilbúið að veita ráðgjöf eða annast málarekstur.

Að sama skapi leggur LMSR til að fólk sem komið er á miðjan aldur kynni sér ákvæði erfðalaga og leiti leiða til að tryggja hag sinna nánustu komi til skyndilegur heilsufarsvandi. Í ljósi flókins fjölskyldumynsturs margra Íslendinga er þetta enn nauðsynlegra en ella.

Hjónaskilnaðir eru í flestum tilfellum eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og öllum sem þau skref þurfa að stíga, viljugir sem óviljugir, nauðsynlegt að átta sig á sem flestum hliðum slíkra mála og LMSR er tilbúið að veita heilsteypta ráðgjöf og tryggja vandaða meðferð fyrir þá aðila sem til stofunnar leita.