Bætur vegna líkamstjóns


Líkamstjón getur hvorugtveggja verið líkamleg meiðsl sem og skaðabótaskydur andlegur eða geðrænn skaði. Dauði getur í sumum tilvikum verið bótaskylt líkamstjón sem og veikindi ef orsökin er skaðabótaskyld háttsemi.

Þegar slys ber að höndum mætir tjónþolanum oft frumskógur reglna og fjöldinn allur af „þröskuldum“ sem oft virðast óyfirstíganlegir. Í flestum tilvikum er ekki einfalt að sækja réttmætar fjárhagslegar bætur auk þess sem málsreksturinn tekur langan tíma.

Hugtök eins og slys, varanleg örorka, slysabætur, tímabundið atvinnutjón, þjáningarbætur, miski, sjúkrakostnaður og annað fjártjón eru í einföld í hugum flestra en þegar nánar er skoðað kemur í ljós að flóknara reynist að greina þessi hugtök og uppfylla þau skilyrði sem í þeim felast.

Góð þekking á reglum skaðabótaréttar, vinnuréttar, vátryggingaréttar og almannatryggingaréttar er nauðsynleg til að tryggja tjónþolum réttmætar fjárhagslegar bætur. Mikilvægt er að tjónþolar leiti strax ráðgjafar hjá lögfræðimenntuðum einstaklingum, lögfræðingum eða lögmönnum.

Lögmannsstofa Reykjaness veitir tjónþolum greinargóða ráðgjöf og er til reiðu búið að annast rekstur bótamála fyrir hönd tjónþola eða aðstandenda þeirra. Mikilvægt er að tjónþolar haldi strax utan um alla reikninga vegna kostnaðar sem rekja má beint til afleiðinga tjónsatburðar.