Gjaldfrjáls lögfræðiráðgjöf


Mikilvægt verkefni lögmanna er að veita viðskiptavinum og væntanlegum viðskiptavinum góð ráð um þau málefni eða atvik sem spurningar vakna um. Lögmannsstofa Reykjaness mun kappkosta við að veita þeim sem til hennar leita vandaða ráðgjöf um þau lagalegu úrræði sem þeim standa til boða að íslenskum rétti og stjórnsýslu. Slík ráðgjöf er gjaldfrjáls sé um einföld lagaleg atriði að ræða.

Starfsmenn LMSR gera sér ljóst að enginn leitar aðstoðar lögmanna eða lögfræðinga að gamni sínu og litið er á öll samskipti við viðskiptavini og væntanlega viðskiptavini sem trúnaðarmál.