var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-44543204-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();
Lögmenn eru eins og margar aðrar starfsstéttir bundnir lögum og siðareglum. Í tilviki lögmanna hvíla margvíslegar og strangar reglur um störf þeirra, sbr. t.d. lög um lögmenn nr. 77/1998 auk siðareglna Lögmannafélags Íslands.
Trúnaður er lykilhugtak Lögmannsstofu Reykjaness, þínir hagsmunir eru okkar atvinna og við tökum atvinnu okkar alvarlega. LMSR leggur ríka áherslu á trúnað við skjólstæðinga þess og mun verja þagnarskylduna fyrir dómstólum, komi til þess.
Í 22. gr. lögmannalaganna segir ,,Lögmaður ber þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. Starfsmaður lögmanns er einnig bundinn þagnarskyldu um slík trúnaðarmál sem hann kann að komast að vegna starfa sinna.”
Heilindi eru grundvöllur starfsemi LMSR en í 18. gr. lögmannalaganna segir ,,Lögmönnum ber í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna.”